Írum blæðir fyrir vanda evrunnar Ásmundur Einar Daðason skrifar 3. júní 2011 09:00 Í síðustu viku var írskur fræðimaður að nafni Anthony Coughlan staddur hér á landi og hélt nokkra fyrirlestra. Anthony var gagnrýninn á sameiginlegt myntsvæði fyrir alla Evrópu. Reynslan sýndi að sameiginleg mynt gengi ekki upp án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum. Sameiginleg stefna í ríkisfjármálum gengi hins vegar ekki upp í ólíkum þjóðríkjum og því myndi sameiginlegt myntsvæði fyrir Evrópu aldrei verða langlíft. ESB krefst ríkisvæðingar á skuldum einkabankaÍrskir bankar fengu líkt og þeir íslensku gríðarlegar fjárhæðir að láni hjá bönkum innan ESB og lánuðu síðan áfram á lágum vöxtum. Vegna mikilla skulda eru írskir bankar í verulegum erfiðleikum, líkt og þeir íslensku. Írar geta hins vegar ekki farið þá leið að setja einkabanka í þrot vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að enginn banki á evrusvæðinu megi fara þá leið. Af þessum sökum er almenningur að taka á sig gríðarlega háar fjárhæðir til bjargar bankakerfinu og hefur það aukið opinberar skuldir verulega. Á sama tíma búa Írar við evruna, sem hentar engan veginn írsku hagkerfi, hagvöxtur er mjög lítill, eftirspurn lítil og atvinnuleysi um 14%. Dregið verði úr áhrifum aðildarríkjaÍrar, Grikkir, Spánverjar, Portúgalar o.fl. verða að taka á sig aukinn niðurskurð vegna bankabjörgunarstefnu Evrópusambandsins. Þjóðverjar, Frakkar, Finnar og fleiri eru ekki tilbúnir að axla auknar byrðar til að jafna kjörin í álfunni líkt og gerast myndi frekar innan hvers þjóðríkis. Líf evrunnar er í húfi og ráðamenn eru að átta sig á því að eina leiðin til björgunar er að stórauka bæði pólitískan og efnahagslegan samruna Evrópusambandsins. Íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að leggja áherslu á atriði sem raunverulega skipta máli við núverandi aðstæður. En er aukinn efnahagslegur samruni og valdaafsal til Seðlabanka Evrópu rétta leiðin? Ekki samkvæmt reynslu Íra, Grikkja og fleiri ESB-ríkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var írskur fræðimaður að nafni Anthony Coughlan staddur hér á landi og hélt nokkra fyrirlestra. Anthony var gagnrýninn á sameiginlegt myntsvæði fyrir alla Evrópu. Reynslan sýndi að sameiginleg mynt gengi ekki upp án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum. Sameiginleg stefna í ríkisfjármálum gengi hins vegar ekki upp í ólíkum þjóðríkjum og því myndi sameiginlegt myntsvæði fyrir Evrópu aldrei verða langlíft. ESB krefst ríkisvæðingar á skuldum einkabankaÍrskir bankar fengu líkt og þeir íslensku gríðarlegar fjárhæðir að láni hjá bönkum innan ESB og lánuðu síðan áfram á lágum vöxtum. Vegna mikilla skulda eru írskir bankar í verulegum erfiðleikum, líkt og þeir íslensku. Írar geta hins vegar ekki farið þá leið að setja einkabanka í þrot vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að enginn banki á evrusvæðinu megi fara þá leið. Af þessum sökum er almenningur að taka á sig gríðarlega háar fjárhæðir til bjargar bankakerfinu og hefur það aukið opinberar skuldir verulega. Á sama tíma búa Írar við evruna, sem hentar engan veginn írsku hagkerfi, hagvöxtur er mjög lítill, eftirspurn lítil og atvinnuleysi um 14%. Dregið verði úr áhrifum aðildarríkjaÍrar, Grikkir, Spánverjar, Portúgalar o.fl. verða að taka á sig aukinn niðurskurð vegna bankabjörgunarstefnu Evrópusambandsins. Þjóðverjar, Frakkar, Finnar og fleiri eru ekki tilbúnir að axla auknar byrðar til að jafna kjörin í álfunni líkt og gerast myndi frekar innan hvers þjóðríkis. Líf evrunnar er í húfi og ráðamenn eru að átta sig á því að eina leiðin til björgunar er að stórauka bæði pólitískan og efnahagslegan samruna Evrópusambandsins. Íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að leggja áherslu á atriði sem raunverulega skipta máli við núverandi aðstæður. En er aukinn efnahagslegur samruni og valdaafsal til Seðlabanka Evrópu rétta leiðin? Ekki samkvæmt reynslu Íra, Grikkja og fleiri ESB-ríkja.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun