Áframhaldandi leynd Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 7. maí 2011 09:00 Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar