Áframhaldandi leynd Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 7. maí 2011 09:00 Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun