
Indversk-íslenska skapalónið
Stuðningurinn í IcesaveSterk vinátta Indverja við Ísland birtist okkur í Icesave-deilunni þegar efnahagsáætlun okkar var tekin í gíslingu af Bretum og Hollendingum. Indverjar voru þá í hópi fjarlægra en öflugra stórþjóða sem utanríkisráðuneytið íslenska fékk til að tala máli Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sá stuðningur reyndist ómetanlegur, og verður formlega þakkaður á fundi mínum með indverska utanríkisráðherranum í heimsókn minni til Indlands sem nú stendur yfir í boði þarlendra stjórnvalda.
Samskipti þjóðanna hafa vaxið hratt á allra síðustu árum. Það má meðal annars rekja til aukinna tengsla stjórnvalda beggja ríkjanna, en opnun sendiráðanna í Delhí og Reykjavík lagði grunn að framtíðarsamstarfi á fjölmörgum sviðum. Saman hafa stjórnvöld ríkjanna, ekki síst fyrir tilstilli sendiráðanna, unnið markvisst að því að ryðja úr vegi margvíslegum tálmum í viðskiptum þjóðanna. Þau hafa vaxið jafnt og þétt, ekki síst allra síðustu árin.
Indlandi er spáð að verða fjölmennasta ríki veraldar um miðja öldina, með 1,6 milljarð þegna. Á sama tíma er talið að landið verði orðið þriðja mesta efnahagsveldi heimsins, á eftir Kína og Bandaríkjunum. Síðustu áratugi hefur efnahagur Indverja dafnað ár frá ári, einkum fyrir tilstilli Íslandsvinarins Manmohan Singh, en í tíð hans sem fjármálaráðherra hófust miklar efnahagsumbætur. Singh er í dag forsætisráðherra Indlands. Kreppa síðustu ára lét Indverja óáreitta og á þessu ári spáir til AGS ríflega 8 % hagvexti í landinu. Árangurinn sést á því að á ári hverju færast á milli 10-20 milljónir manna úr sárri fátækt upp í millistéttina.
Fyrir Ísland liggja því miklir möguleikar í að rækta sem nánust og mest tengsl við Indverja á öllum sviðum viðskipta og menningar.
Margvísleg viðskiptafæriÍslendingar búa yfir margvíslegri tækni sem Indverjar geta nýtt sér. Sérstakir möguleikar liggja á ýmsum sviðum orkumála. Gömul flekamót með jarðhita liggja um stóran hluta Indlands, og bjartsýnir Indverjar telja mögulegt að búa til 10 þúsund megavött úr jarðhita á 340 stöðum í landinu. Fyrstu indversku námsmennirnir koma síðar á árinu til náms við jarðhitaháskóla SÞ á Íslandi, og þessa dagana er verið að ganga frá fyrsta samningnum um litla jarðhitavirkjun. Hún verður vonandi einungis hin fyrsta af mörgum. Íslendingar eru þegar byrjaðir að vinna með Indverjum að gerð smávirkjana ofar snjólínu í Himalayafjöllum, stærri verkefni kann að reka í kjölfarið, og áform hafa verið um samstarf á sviði jarðskjálftarannsókna.
Indverjar eru olíuríki og í framtíðinni vildum við gjarnan eiga við þá samvinnu á sviði olíu- og gasvinnslu við Ísland. Sólarorka er komin á dagskrá Indverja, og til að nýta sólina þurfa þeir búnað úr kísil, og segja sjálfir að hvergi í heiminum yrði jafnhagkvæmt að framleiða búnaðinn og á Íslandi. Þeir kunna öðrum þjóðum betur að leggja fjarskiptastrengi um höf og óformlegar viðræður hafa verið við þá um lagningu fjarskiptastrengja yfir Atlantshaf með gagnaver í huga.
Fjöldi ferðamanna frá Indlandi til Íslands er ennþá lítill, en hefur tvöfaldast á örskömmum tíma. Þar liggja mikil tækifæri, og fundi mínum og indverska ferðamálaráðherrans í vikunni var hann mjög eindreginn í stuðningi sínum við að koma Íslandi á kort hins indverska ferðalangs. Indverjar eru mesta kvikmyndaþjóð veraldar og Bollywood er að leita sér að nýjum stöðum og nýju landslagi. Samstarf á sviði kvikmynda yrði hvalreki fyrir hinn þróttmikla og vaxandi kvikmyndaiðnað á Íslandi. Indland er spútník á sviði hugbúnaðariðju og samstarf íslenskra sprota í þeirri grein við indversk fyrirtæki er þegar hafið.
Aukin efni vaxandi millistéttar á Indlandi skapa íslenskum fyrirtækjum jafnframt tækifæri til að setja upp útstöðvar á Indlandi í framtíðinni. Nú þegar hafa ýmsir af vaxtarbroddum íslensks atvinnulífs, einsog Actavis, Prómens og nafni minn Össur, slegið tjaldhælum sínum í indverska jörð.
Dýrmætt samstarfSamstarf einsog Íslendingar eiga við Indland er dýrmætt. Þeir hafa reynst okkur vel, og á alþjóðavettvangi höfum við endurgoldið það með stuðningi okkar við mál sem þá varða. Við erum eitt minnsta lýðræðisríki í heimi, en þeir hið stærsta. Samstarf þjóðanna tveggja speglar vissa ljóðræna fegurð því það dregur upp upp mynd af því hvernig gerólíkar þjóðir geta hagað samskiptum sínum af gagnkvæmri virðingu þrátt fyrir víðáttumun um stærð, íbúafjölda, menningu og staðsetningu á hnettinum. Í því felst skapalón að því hvernig heimurinn ætti að vera.
Skrifað í Delhí bak páskum.
Skoðun

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar