Aldrei að víkja? Þröstur Ólafsson skrifar 19. apríl 2011 09:56 Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun