Stjórnarráð Íslands og lærdómar hrunsins Hrannar Björn Arnarsson skrifar 16. apríl 2011 07:00 Stjórnarráð Íslands hefur verið að breytast og eflast í samræmi við þann lærdóm sem draga má af vinnubrögðum í aðdraganda efnahagshrunsins. Frumvarp forsætisráðherra til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands sem lagt var fram á Alþingi í vikunni er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Samhæfing og samstarf ráðuneytaÚrlausn sífellt fleiri verkefna sem sinnt er innan Stjórnarráðs Íslands kallar á aðkomu tveggja eða fleiri ráðuneyta. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er skýrt kveðið á um hlutverk forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar, að tryggja að verkaskipting og um leið ábyrgð ráðuneyta, sé skýr og að hann geti haft frumkvæði að því að ráðuneyti samhæfi stefnu sína og aðgerðir ef á þarf að halda. Þá er í frumvarpinu einnig lögð sú sjálfsagða skylda á alla ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið ráðuneyta skarast. Því verður hvorki haldið fram að með þessu sé forsætisráðherra falið einhvers konar gerræðisvald varðandi það hvernig verkefnum verður sinnt innan Stjórnarráðs Íslands né að þetta festi í sessi „foringjaræði“ eins og einhverjir hafa sagt. Ákvæðið breytir engu um ábyrgð einstakra ráðherra á þeim verkefnum sem ráðuneyti viðkomandi sinna en er sett fram til þess að tryggja aukna samvinnu og samstarf á milli ráðuneyta við úrlausn mála í almannaþágu og til að tryggja að ráðherrar sem sannarlega ættu að hafa aðkomu að einstökum málum komi að þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að forsætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt og vinnur að framgangi þeirra málefna sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ákveðið að beita sér fyrir. Hér er því um fullkomlega eðlilega og faglega framsetningu að ræða. Lærdómar hrunsins nýttirVið lestur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er augljóst að skýrari verkaskipting, formfastara samráð og skilvirkara flæði upplýsinga á milli ráðuneyta og á milli ráðuneyta og stofnana þeirra hefði hugsanlega orðið til þess að fyrr og markvissar hefði verið brugðist við í aðdraganda efnahagshrunsins. Þá má lesa útúr niðurstöðum hennar að forsætisráðherra hefði mátt beita sér af meiri festu fyrir því að ráðuneytin samhæfðu viðbúnað til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Krafan um aukna samvinnu og betra vinnulag kemur líka sterklega fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem birt var í desember 2010 og nefndist Samhent stjórnsýsla. Sú nefnd byggði tillögur sínar m.a. á rannsókn sem fólst í viðtölum við núverandi og fyrrverandi ráðherra og stjórnendur innan Stjórnarráðs Íslands sem leiddi í ljós að kallað er eftir meiri samvinnu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Þá er þessi árétting um frekara samstarf ráðuneyta í takt við niðurstöðu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir „[s]karist valdsvið tveggja eða fleiri ráðherra ber þeim með formlegum hætti að hafa samvinnu um þau vinnubrögð sem viðhöfð skulu hverju sinni þannig að ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað.“ Aukið svigrúm til samhentra vinnubragðaTil þess að tryggja enn betur að Stjórnarráðið geti unnið samhent og markvisst að tilteknum stefnumálum hvers tíma er í frumvarpinu lagt til að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafi meira svigrúm til þess að færa til verkefni og skipuleggja Stjórnarráð íslands. Er þetta í samræmi við 15. gr. stjórnarskrárinnar og meira í líkingu við það hvernig málum er háttað í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við, s.s. Danmörku og Noreg. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að ákvörðun um það hver skuli vera lögbundin verkefni framkvæmdarvaldsins verður eftir sem áður að sjálfsögðu í höndum Alþingis sem og eftirlit með því hvernig sú framkvæmd gengur og breytir frumvarpið engu þar um. Frumvarpið skerpir hins vegar á mörkum milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í samræmi við vaxandi kröfur þar um. Markvissar breytingar í samræmi við rannsóknarskýrsluMeð því frumvarpi sem forsætisráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er verið að bregðast við ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis, þingmannanefndarinnar, starfshóp forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og síðast en ekki síst tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Í athugasemdum við frumvarpið eru sérstakir kaflar um það hvernig frumvarpið mætir þeim tillögum sem þessar nefndir og hópar hafa sett fram á undanförnum mánuðum. Fullyrðingar um að frumvarpið fari gegn varnaðarorðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti eru í frumvarpinu og ýmsum öðrum breytingum sem unnið hefur verið að innan Stjórnarráðsins eftir hrun, markvissar tillögur og aðgerðir sem miða að því að tryggja öflugri stjórnsýslu í samræmi við ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um breytt og betra vinnulag í Stjórnarráði Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarráð Íslands hefur verið að breytast og eflast í samræmi við þann lærdóm sem draga má af vinnubrögðum í aðdraganda efnahagshrunsins. Frumvarp forsætisráðherra til nýrra laga um Stjórnarráð Íslands sem lagt var fram á Alþingi í vikunni er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð. Samhæfing og samstarf ráðuneytaÚrlausn sífellt fleiri verkefna sem sinnt er innan Stjórnarráðs Íslands kallar á aðkomu tveggja eða fleiri ráðuneyta. Samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er skýrt kveðið á um hlutverk forsætisráðherra, sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar, að tryggja að verkaskipting og um leið ábyrgð ráðuneyta, sé skýr og að hann geti haft frumkvæði að því að ráðuneyti samhæfi stefnu sína og aðgerðir ef á þarf að halda. Þá er í frumvarpinu einnig lögð sú sjálfsagða skylda á alla ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir þegar málefni og málefnasvið ráðuneyta skarast. Því verður hvorki haldið fram að með þessu sé forsætisráðherra falið einhvers konar gerræðisvald varðandi það hvernig verkefnum verður sinnt innan Stjórnarráðs Íslands né að þetta festi í sessi „foringjaræði“ eins og einhverjir hafa sagt. Ákvæðið breytir engu um ábyrgð einstakra ráðherra á þeim verkefnum sem ráðuneyti viðkomandi sinna en er sett fram til þess að tryggja aukna samvinnu og samstarf á milli ráðuneyta við úrlausn mála í almannaþágu og til að tryggja að ráðherrar sem sannarlega ættu að hafa aðkomu að einstökum málum komi að þeim. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að forsætisráðherra er forystumaður ríkisstjórnar sem sameiginlega stefnir í ákveðna átt og vinnur að framgangi þeirra málefna sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ákveðið að beita sér fyrir. Hér er því um fullkomlega eðlilega og faglega framsetningu að ræða. Lærdómar hrunsins nýttirVið lestur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er augljóst að skýrari verkaskipting, formfastara samráð og skilvirkara flæði upplýsinga á milli ráðuneyta og á milli ráðuneyta og stofnana þeirra hefði hugsanlega orðið til þess að fyrr og markvissar hefði verið brugðist við í aðdraganda efnahagshrunsins. Þá má lesa útúr niðurstöðum hennar að forsætisráðherra hefði mátt beita sér af meiri festu fyrir því að ráðuneytin samhæfðu viðbúnað til að bregðast við aðsteðjandi hættu. Krafan um aukna samvinnu og betra vinnulag kemur líka sterklega fram í skýrslu nefndar forsætisráðherra um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem birt var í desember 2010 og nefndist Samhent stjórnsýsla. Sú nefnd byggði tillögur sínar m.a. á rannsókn sem fólst í viðtölum við núverandi og fyrrverandi ráðherra og stjórnendur innan Stjórnarráðs Íslands sem leiddi í ljós að kallað er eftir meiri samvinnu og samstarfi þvert á ráðuneyti. Þá er þessi árétting um frekara samstarf ráðuneyta í takt við niðurstöðu þingmannanefndar er fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en í skýrslu hennar segir „[s]karist valdsvið tveggja eða fleiri ráðherra ber þeim með formlegum hætti að hafa samvinnu um þau vinnubrögð sem viðhöfð skulu hverju sinni þannig að ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað.“ Aukið svigrúm til samhentra vinnubragðaTil þess að tryggja enn betur að Stjórnarráðið geti unnið samhent og markvisst að tilteknum stefnumálum hvers tíma er í frumvarpinu lagt til að ríkisstjórnir á hverjum tíma hafi meira svigrúm til þess að færa til verkefni og skipuleggja Stjórnarráð íslands. Er þetta í samræmi við 15. gr. stjórnarskrárinnar og meira í líkingu við það hvernig málum er háttað í þeim löndum sem við berum okkur einkum saman við, s.s. Danmörku og Noreg. Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta að ákvörðun um það hver skuli vera lögbundin verkefni framkvæmdarvaldsins verður eftir sem áður að sjálfsögðu í höndum Alþingis sem og eftirlit með því hvernig sú framkvæmd gengur og breytir frumvarpið engu þar um. Frumvarpið skerpir hins vegar á mörkum milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í samræmi við vaxandi kröfur þar um. Markvissar breytingar í samræmi við rannsóknarskýrsluMeð því frumvarpi sem forsætisráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi er verið að bregðast við ábendingum rannsóknarnefndar Alþingis, þingmannanefndarinnar, starfshóp forsætisráðherra um viðbrögð stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og síðast en ekki síst tillögum úr skýrslunni Samhent stjórnsýsla. Í athugasemdum við frumvarpið eru sérstakir kaflar um það hvernig frumvarpið mætir þeim tillögum sem þessar nefndir og hópar hafa sett fram á undanförnum mánuðum. Fullyrðingar um að frumvarpið fari gegn varnaðarorðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti eru í frumvarpinu og ýmsum öðrum breytingum sem unnið hefur verið að innan Stjórnarráðsins eftir hrun, markvissar tillögur og aðgerðir sem miða að því að tryggja öflugri stjórnsýslu í samræmi við ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um breytt og betra vinnulag í Stjórnarráði Íslands.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun