Íslenski boltinn

Karlalandsliðið áfram í 104. sæti á heimslistanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er í 104. sæti listans en sem fyrr eru Spánverjar í efsta sætinu.

Íslenska landsliðið hóf árið 2011 í 112. sæti en fór lengst niður í 124. sætið í ágúst. Liðið hækkaði sig hinsvegar um tuttugu sæti síðustu mánuði Ólafs Jóhannessonar í starfi.

Nú er Svíinn Lars Lagerbäck tekinn við liðinu og næstu verkefni eru vináttulandsleikir gegn Japan og Svartfjallalandi í febrúar en Japanir eru í 19. sæti listans en Svartfellingar í 51. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×