Talið er að stórstjarnan Justin Bieber hafi gengist undir faðernispróf um helgina.
Prófið fór fram í New Jersey á föstudaginn og var DNA-sýni tekið úr Bieber.
Mariah Yeater, 20 ára gömul stúlka frá San Diego, segir að Bieber sé barnsfaðir hennar. Hún vill fá meðlag og hótaði málsókn.
Yeater vill nú semja utan dómsals en Bieber er á öðru máli. Hann vill fara með málið alla leið og kæra Yeater. Hann vill taka hart á málinu til að koma í veg fyrir að svipuð mál gætu komi upp í framtíðinni.
Bieber fór í faðernispróf
