Íslenski boltinn

Stelpurnar í öflugum riðli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska 17 ára landsliðið sem komst alla leið í úrslit á síðasta Evrópumóti.
Íslenska 17 ára landsliðið sem komst alla leið í úrslit á síðasta Evrópumóti. Mynd/Íris Björk Eysteinsdóttir
U-17 lið Íslands í knattspyrnu kvenna var í dag dregið í riðil með Sviss, Englandi og Belgíu í milliriðlakeppni undankeppni EM 2012.

Ísland komst alla leið í undanúrslit í sömu keppni í fyrra með því að bera sigur úr býtum í öllum sex leikjum sínum í undankeppninni með markatölunni 37-2.

Ísland komst í gegnum fyrstu riðlakeppnina í síðasta mánuði en liðið var þá í riðli með Skotlandi, Austurríki og Kasakstan.

Millariðlakeppnin fer svo fram dagana 13.-18. apríl en leikið verður í Belgíu. Þjálfari Íslands er Þorlákur Árnason.

Riðlarnir:

1: Sviss, England, Belgía, Ísland.

2: Frakkland, Noregur, Írland, Pólland.

3: Holland, Svíþjóð, Danmörk, Finnland.

3: Þýskaland, Spánn, Tékkland, Serbía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×