Íslenski boltinn

Öll landsliðsmörkin hennar Dóru Maríu hafa komið í sigurleikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Daníel
Það boðar gott fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þegar Dóra María Lárusdóttir kemst á blað í leikjum liðsins. Dóra María kom inn á sem varamaður og trygði stelpunum okkar dýrmæt þrjú stig í Ungverjalandi í dag.

Íslenska liðið var búið að spila í 193 mínútur án þess að skora þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson sendi Dóru Maríu inn á völlinn en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Dóra María skoraði síðan ein mark leiksins 23 mínútum síðar.

Þetta var tólfta A-landsliðsmark Dóru Maríu og í annað skiptið sem hún tryggir kvennalandsliðinu sigur en tvö síðustu landsliðsmörk hennar hafa einmitt verið sigurmörk.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós að Dóra María Lárusdóttir hefur skorað öll þessi tólf A-landsliðsmörk sín í sigurleikjum og markatala íslenska liðsins í þessum níu leikjum sem Dóra María hefur verið meðal markaskorara er 44-1.

A-landsliðsmörk Dóru Maríu Lárusdóttur:

10-0 sigur á Pólland 13. september 2003 (1 mark)

2-0 sigur á Skotlandi 25. maí 2005 (2 mörk)

3-0 sigur á Hvíta-Rússlandi 21. ágúst 2005 (2 mörk)

4-1 sigur á Kína 14. mars 2007 (1 mark)

5-0 sigur á Serbíu 21. júní 2007 (1 mark)

3-0 sigur á Írlandi 30. október 2008 (2 mörk)

12-0 sigur á Eistlandi 17. september 2009 (1 mark)

3-0 sigur á Portúgal 3. mars 2010 (1 mark)

1-0 sigur á Danmörku 7. mars 2011 (1 mark)

1-0 sigur á Ungverjalandi 22. október 2011 (1 mark)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×