Íslenski boltinn

Guðjón enn starfandi þjálfari BÍ/Bolungarvíkur

Mynd/Daníel
Samúel Sigurjón Samúelsson, stjórnarmaður í BÍ/Bolungarvík, segir að ekkert sé hæft í því fréttum að Guðjón Þórðarson hafi verið rekinn sem þjálfari liðsins.

Samúel vildi að öðru leyti ekki tjá sig um stöðu þjálfaramála félagsins en fyrr í dag var fullyrt á Fótbolti.net að Guðjón hafi verið rekinn frá félaginu.

Nú síðdegis birtist svo frétt á fréttavef Rúv þar sem fram kemur að Guðjón hafi staðfest að forráðamenn BÍ/Bolungarvíkur hafi látið hann vita símleiðis að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Það ætti þó eftir að gera skriflega.

Þrátlátur orðrómur hefur verið á kreiki um að Guðjón sé á förum frá BÍ/Bolungarvík og hefur hann verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá Grindavík.

Forráðamenn Grindavíkur sögðu í samtali við Vísi að engar viðræður væru nú í gangi við þjálfara um að taka við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×