Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar gerir enga breytingu á byrjunarliði sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarliðið á móti Noregi.
Byrjunarliðið á móti Noregi. Mynd/Heimasíða KSÍ
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, er búinn að tilkynna byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun en þetta er þriðji leikur liðsins í undankeppni EM 2013.  

Sigurður Ragnar gerir enga breytingu á liðinu sem vann stórglæsilegan 3-1 sigur á Noregi á Laugardalsvellinum á laugardaginn var. Íslenska liðið fór þá á kostum á móti sterku liði og því er engin ástæða til að breyta liðinu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir eru allar fyrir utan hópsins að þessu sinni en á bekknum eru því Guðbjörg Gunnarsdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir.



Byrjunarlið Íslands á móti Belgíu á morgun:

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Tengiliðir: Katrín Ómarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×