Íslenski boltinn

Hólmfríður: Þurfum að ná í þrjú stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, á von á erfiðum leik gegn Noregi í dag. Hún vonast þó vitanlega eftir íslenskum sigri.

Leikurinn við Noreg er liður í undankeppni EM 2013 og hefst á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Noregur er stórveldi í kvennaboltanum og helsti keppinautur Íslands um sæti í úrslitakeppni EM.

„Þessi leikur leggst rosalega vel í mig og ríkir mikil tilhlökkun. Ég býst við hörkuleik - jöfnum og spennandi,“ sagði Hólmfríður en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Við verðum að landa þremur stig í þessum leik. Noregur er með sterkt lið en það hefur reynst liðum erfitt að koma hingað og sækja sigur. Þetta verður því vonandi spennandi leikur,“ bætti Hólmfríður við.

„Noregur er með marga unga leikmenn en eru engu að síður alltaf með sterkt lið. Þessar stelpur eru mjög fastar fyrir en mjög vel spilandi líka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×