Íslenski boltinn

Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Mynd/Hag
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld.

Hannes Þór var fyrst valinn í hópinn í vináttuleiknum á móti Ungverjum á dögunum en þurfti þá að segja sig út úr hópnum. Gunnleifur var ekki valinn í leikinn á móti Ungverjalandi en var aftur kominn inn fyrir leikina á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM.

Ólafur Þór Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur því þurft að gera fimm breytingar á hópnum sínum. Áður höfðu þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Hallgrímur Jónasson og Guðmundur Kristjánsson komið í stað þeirra Hermanns Hreiðarsson, Heiðars Helgusonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar og Arons Einars Gunnarssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×