Íslenski boltinn

Guðný Guðleif baðst persónulegrar afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðný Guðleif Einarsdóttir í leik með KR á móti Stjörnunni.
Guðný Guðleif Einarsdóttir í leik með KR á móti Stjörnunni. Mynd/Stefán
Guðný Guðleif Einarsdóttir, leikmaður FH, sem var dæmd í fjögurra leikja bann fyrir að skalla fyrrum samherja sinn úr Sindra, hefur sent frá sér yfirlýsingu ásamt Kvennaráði knattspyrnudeildar FH.

Þar kemur meðal annars fram að Guðný Guðleif hafi haft samband við viðkomandi leikmann Sindra og að hún hafi beðið hana persónulegra afsökunar. Guðný Guðleif og FH ætla að una niðurstöðu aganefndar KSÍ vegna atviksins.



Yfirlýsing frá Kvennaráði knattspyrnudeildar FH.

Guðný Guðleif Einarsdóttir og Kvennaráð knattspyrnudeildar FH harma framkomu Guðnýjar Guðleifar í leik FH og Sindra í 1. deild kvenna í knattspyrnu laugardaginn 06. ágúst sl.

Guðný og FH vilja koma því á framfæri að slík hegðun sé ekki í anda þeirrar knattspyrnu sem Guðný Guðleif og FH vilja ástunda.

Aðilar hafa kynnt sér niðurstöðu aganefndar KSÍ vegna atviksins og munu una henni.

Guðný Guðleif hefur haft samband við viðkomandi leikmann Sindra og beðist persónulegrar afsökunar.

Stjórn Kvennaráðs knattspyrnudeildar FH og Guðný Guðleif Einarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×