Íslenski boltinn

Selfyssingar styrktu stöðu sína með sigri á Leikni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðar Örn og félagar eru í góðri stöðu í 1. deild karla eins og stendur.
Viðar Örn og félagar eru í góðri stöðu í 1. deild karla eins og stendur. Mynd/ÓskarÓ
Selfyssingar unnu 1-0 sigur á Leikni á Selfossi í kvöld. Ibrahima Ndiaye frá Malí skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleikinn.

Leiknir hafði unnið þrjá leiki í röð í deildinni undir stjórn Zoran Miljkovic fyrir leikinn í kvöld. Liðið hefði getað komið sér úr fallsæti með því að ná í stig en það tókst ekki.

Fyrri hálfleikur var markalaus. Á 63. mínútu skoraði Ibrahima Ndiaye fyrir heimamenn og markið reyndist sigurmarkið.

Arilíus Marteinsson hjá Selfossi og Fannar Þór Arnarsson fengu báðir að líta sitt seinna gula spjald í síðari hálfleik. Þeir verða því í banni í næsta leik liða sinna.

Selfyssingar eru með 31 stig í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Hauka sem eiga leik til góða gegn KA á laugardag.

Leiknir situr áfram í næst neðsta sæti stigi á eftir KA og Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×