Íslenski boltinn

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur syngja: Við erum harðir eins og hafið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, í leik á móti Þrótti.
Gunnar Már Elíasson, fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, í leik á móti Þrótti.
BÍ/Bolungarvík leikur í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum Valitors-bikarinn. BÍ/Bolungarvík er í B-deildinni en KR-ingar eru á toppnum í Pepsi-deildinni og hafa ekki tapað leik í deild eða bikar í sumar.

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur fóru í hljóðver fyrir leikinn á móti KR og tóku upp stuðningsmannalag fyrir félagið. Lagið er eftir Birgi Örn Sigurjónsson (Biggibix) og textinn er eftir Benedikt Sigurðsson (Benni Sig).

Benedikt Sigurðsson syngur lagið ásamt Helgu Margréti Marzellíusardóttur en lið BÍ/Bolungarvíkur syngur síðan með í viðlaginu. Hægt er að nálgast lagið í gegnum vefsíðuna bibol.is. Texti lagsins er síðan hér fyrir neðan.

Það má búast við því að þetta heyrist oft á Torfnesvellinum í dag en leikur BÍ/Bolungarvíkur og KR hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.



BÍ/Bolungarvík

Vestfirskir, við stöndum saman eins og her

kraftmiklir, við getum klifið hvað sem er

sækjum fram í eigin rann, og sigrum hvern þann mann

óttalausir berjumst við og gefum engan grið

við munum klífa hæstu tinda

og saman mótbáruna synda

og sigri land í okkar heimahöfn

við erum harðir eins og hafið

það verður ekki af okkur skafið

BÍ ætlar bikarinn að fá

sigrinum að ná

grimmir nú, saman skulum sigra ég og þú

vörn og sókn, með elju saman stöndum nú

upp á við á æðra svið hið mikla markaregn

tæklum þá þið megið sjá að enginn kemst í gegn






Fleiri fréttir

Sjá meira


×