Íslenski boltinn

Geir segir að nafn Guðjóns Þórðarsonar sé upp á borðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Mynd/Daníel
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og þar sagði hann að það komi alveg til greina að leita aftur til Guðjóns Þórðarsonar um að taka við karlalandsliðinu.

Guðjón Þórðarson er sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri með íslenska karlalandsliðið en undir hans stjórn var liðið nálægt því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins 2000 og komst alla leið upp í 43. sæti á Styrkleikalista FifA.

Íslenska liðið er nú í 121. sæti á Styrkleikalistanum og var þess vegna í síðasta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í Ríó á laugardaginn. Guðjón spurði Geir hvort nafn Guðjón væri á borðinu þegar KSÍ fer að skoða það hver verði landsliðsþjálfari í næstu undankeppni.

„Það eru öll nöfn á borðinu og það er ekki búið að útiloka eitt eða neitt," var svar Geirs en hann var framkvæmdastjóri sambandsins þegar Guðjón var með liðið frá 1997 til 1999.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×