Íslenski boltinn

Dóra hætt í fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dóra í leik með íslenska landsliðinu.
Dóra í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán

Dóra Stefánsdóttir sem leikið hefur með Malmö undanfarin ár hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla.

Dóra hefur verið samningsbundin Malmö síðan 2006 en gat ekkert spilað með liðinu nú í ár. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag.

Hún hefur verið að glíma við brjóskskemmdir í hné en Malmö hefur áhuga á að fá Dóru til að starfa hjá félaginu. Hún mun áfram dveljast í Svíþjóð þar sem hún er í námi.

„Það var gott að taka loksins ákvörðun um þetta," sagði Dóra. „Þó að ég þurfi að hætta þá hefur endurhæfingin skilað árangri því að þegar ég var hvað verst, eftir landsleikinn í vor, gat ég ekki gengið og var alveg að drepast í hnénu. Núna get ég alla vega átt eðlilegt hversdagslíf."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×