Ný kröfugerð verkalýðssamtaka? Svavar Gestsson skrifar 26. október 2010 11:06 Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Skoðun Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Verður kröfugerð Alþýðusambandsins á næstu mánuðum um félagslegar aðgerðir í stað kauphækkana sem ekki er innistæða fyrir? Mun ASÍ gera kröfu um endurreisn félagslega íbúðakerfisins? Spurt er í framhaldi af setningarræðu forseta ASÍ á þingi samtakanna á dögunum. Síðastliðið vor skrifaði ég greinar í þetta blað þar sem ég hvatti til nýrrar kröfugerðar Alþýðusambandsins einkum í húsnæðismálum og í samgöngumálum í þéttbýli. Enginn tók undir þessar hugmyndir í kosningabaráttunni síðastliðið vor. Forseti Alþýðusambandsins skammaði stjórnmálaflokkana fyrir að hafa eyðilagt félagslega íbúðakerfið. Staðreyndin er sú að hann hefði átt að skamma verkalýðssamtökin; þau hreyfðu engum mótmælum þegar félagslega kerfið var eyðilagt. Og þeir stjórnmálaflokkar sem nú fara með stjórn landsins voru varla til þegar kerfið var eyðilagt. 1980 settum við lög um húsnæðismál þar sem gert var ráð fyrir því að þriðjungur íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. Hinir áttu að reyna að klára sín mál sjálfir með lánum frá lífeyrissjóðum og bönkum. Þessi lagasetning réði úrslitum um húsnæðismál alþýðufjölskyldna þúsundum saman. Núna í kreppunni þegar þetta kerfi hefur verið eyðilagt kemur best í ljós hve fráleit þessi skemmdarverk voru. Mun Alþýðusambandið kannski setja fram kröfur um félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum? Er kannski komið að því að verkalýðsfélögin setji fram kröfur um félagslegar endurbætur í kjarasamningum? Þær kröfur gætu snúist um að verja velferðarkerfið og svo að bæta það. Meginmunurinn á lífskjörum ungra fjölskyldna á Íslandi og á Norðurlöndunum hinum liggur í kostnaði við húsnæði og kostnaði við að komast í vinnuna eða til þjónustustofnana. Nútíma verkalýðshreyfing ætti því að gera kröfur um bættar almenningssamgöngur og um nýtt félagslegt íbúðakerfi í næstu kjarasamningum. Að vísu er ekki víst að ASÍ eigi í þessum efnum samleið með svokölluðum samtökum atvinnulífsins; en það gildir væntanlega einu. Aðalatriðið hlýtur að vera að verkalýðsforystan eignist samstöðu með fólkinu í verkalýðshreyfingunni.
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar