Urðu frá að hverfa í gær 30. september 2010 05:15 Landamærahliðið við Erez Baráttan við ísraelska landamæraverði og herforingja líktist helst atburðum úr skáldsögu eftir Kafka, segir Sveinn Rúnar.nordicphotos/AFP „Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira