Íslenski boltinn

Ólafur tilkynnir landsliðið: Hermann og Eiður Smári báðir í hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson og Geir Þorsteinsson á fundinum í dag.
Ólafur Jóhannesson og Geir Þorsteinsson á fundinum í dag. Mynd/Anton
Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er búinn að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir komandi leik á móti Portúgal í undankeppni EM 2012. Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni en tveir þeir fyrstu töpuðust á móti Noregi og Danmörku.

Ólafur gat ekki valið átta leikmenn sem voru í hópnum í leikjunum á móti Noregi og Danmörku, sjö leikmenn sem verða uppteknir með 21 árs landsliðinu og fyrirliðann Sölva Geir Ottesen sem er meiddur.

Ólafur kallar á Hermann Hreiðarsson þó svo að hann hafi ekki spilað með sínu liði vegna meiðsla. Eiður Smári Guðjohnsen er valinn í hópinn en hann hefur lítið fengið að spila með Stoke síðan hann kom til félagsins í haust. Eins og fram kom á Vísi í morgun þá eru þeir Theodór Elmar Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson báðir komnir í landsliðið á nýjan leik.

Ólafur valdi fimm leikmenn úr Pepsi-deild karla í hópinn, FH-ingana Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, Matthías Vilhjálmsson og Ólaf Pál Snorrason, Blikann Arnór Svein Aðalsteinsson og KR-inginn Guðjón Baldvinsson.

Íslenski A-landsliðshópurinn á móti Portúgal:

Markverðir

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, FH

Árni Gautur Arason, Odd Grenland

Varnarmenn

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth

Indriði Sigurðsson, Viking FK

Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss

Grétar Rafn Steinsson, Bolton

Birkir Már Sævarsson, Brann

Bjarni Ólafur Eiríksson, Stabæk IF

Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Breiðablik

Miðjumenn

Helgi Valur Daníelsson, AIK

Ólafur Ingi Skúlason, Sönderjysk E

Theodór Elmar Bjarnason, IFK Gautaborg

Jónas Guðni Sævarsson, Halmstad

Steinþór Freyr Þorsteinsson, Örgryte

Matthías Vilhjálmsson, FH

Ólafur Páll Snorrason, FH

Sóknarmenn

Eiður Smári Guðjohnsen, Stoke

Heiðar Helguson, Queen Park Rangers

Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk IF

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Fredrikstad

Guðjón Baldvinsson, KR








Fleiri fréttir

Sjá meira


×