Lokaumferð N1-deildar kvenna fór fram í dag en nú tekur við úrslitakeppnin. Valskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þær fengu bikarinn í hendurnar eftir heimaleik gegn Fram í dag. Safamýrarliðið vann þann leik reyndar 27-24 og endaði í öðru sæti.
HK vann Víking 31-17 á útivelli, Stjarnan burstaði Þór/KA 34-19 og Haukar unnu FH 28-23.