Valsstúlkur eru enn ósigraðar í N1-deild kvenna eftir sterkan útisigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Mýrinni í kvöld.
Hrafnhildur Skúladóttir fór mikinn í liði Vals sem fyrr. Valur á toppnum með 40 stig, Fram í öðru með 35 og Stjarnan í þriðja sæti með 33 stig.
Botnlið Víkings sökk enn dýpra í kvöld er liðið náði aðeins að skora átta mörk gegn Haukastúlkum.
Úrslit kvöldsins:
Stjarnan-Valur 22-27
Mörk Stjörnunnar: Þorgerður Anna Atladóttir 6, Alina Tamsaon 5, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1.
Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Ágústa Edda Björnsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 4, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 3, Rebekka Skúladóttir 1, Karólína Gunnarsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Arndís Erlingsdóttir 1.
Fylkir-HK 25-24
Haukar-Víkingur 36-8