Íslenski boltinn

21 árs liðið æfir allt saman í fyrsta sinn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Mynd/Anton

Íslenska 21 árs landsliðið mætir Skotum á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar.

Hópurinn æfði saman í gær en síðustu tveir leikmennirnir koma til móts við hópinn í dag, þeir Birkir Bjarnason og Rúrik Gíslason. Liðið æfir því í fyrsta sinn allt saman í dag en þá fara fram tvær æfingar hjá liðinu.

Birkir og Rúrik unnu góða sigra með liðum sínum í norsku og dönsku deildinni í gær. Báðir lögðu upp mark í sínum leikjum þar af átti Rúrik stoðsendinguna fyrir sigurmark OB í Álaborg.

Arnór Smárason verður hinsvegar ekki með íslenska liðinu í þessum leikjum þar sem hann á við meiðsli að stríða.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi í gegnum miðasölukerfið midi.is. Miðinn kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn yngri en 16 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×