Netglæpamenn geta notað óvarðar tölvur til innbrota 21. október 2010 05:30 Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni.Nordicphotos/AFP Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira