Umfjöllun: Framstúlkur léku sér að Tresnjevka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 17:45 Úr leik liðanna í dag. Mynd/Vilhelm Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Í dag fór fram seinni viðureign Fram og Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn í gær og endaði með sigri fram, 31-26. Það var sama upp á teningnum í dag, Fram stúlkur fóru létt með þær króatísku og unnu leikinn sannfærandi, 39-25. Fram liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og stúlkurnar ákveðnar í að klára dæmið. Þær skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og leit út fyrir að þær króatísku hafi ekki sofið vel í nótt. Það var ekki fyrr en eftir sjö mínútur sem að gestirnir skoruðu fyrsta markið og byrjuðu að taka þátt í leiknum. Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, var frábær í markinu og lokaði rammanum. Þær króatísku voru þó frekar bragðdaufar og vantaði alla leikgleði og vilja í allt lið gestanna. Framstúlkur voru hinsvegar eldhressar og spilagleðin mikil. Þær spiluðu vel og áttu margar fínar sóknir í fyrri hálfleik. Heimastúlkur leiddu sannfærandi í hálfleik með tíu marka mun, 21-11. Leikurinn spilaðist áfram á sama veg í seinni hálfleik. Fram-liðið var sterkt og það virtist ekki skipta máli hvaða leikmenn voru inn á, því liðið spilaði glimrandi handbolta. Framstúlkur náðu mest fjórtán marka mun í leiknum og voru lengi vel með tíu til þráttán marka forystu sem gefur eðlilega til kynna að króatísku gestirnir áttu aldrei erindi í þennan leik. Góður sigur hjá stelpunum í Fram, lokatölur sem fyrr segir, 39-25. Báðir markverðir Fram, þær Helga Vala Jónsdóttir og Íris Björk Símonardóttir voru frábærar í dag. Marthe Sördal fór á kostum í sóknarleiknum og var hundrað prósent nýtingu, átta mörk í átta skotum. Markahæstar í liði Tresnjevka voru þær Milic Tea með fjögur mörk og Renata Knjezevic með sex mörk. Fram-Tresnjevka 39-25 (21-11) Mörk Fram (skot): Marthe Sördal 8 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 6 (7) (1/1), Karen Knútsdóttir 5 (8) (1/2), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 3 (6), Stella Sigurðardóttir 3 (10), Anna María Guðmundsdóttir 2 (2), Anna Gunnlaug Friðriksdóttir 1 (1), Hafdís Inga Hinriksdóttir 1 (2). Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 10/27 37 %. Íris Björk Símonardóttir 8/23 35%. Hraðaupphlaup: 9 (Marthe 5, Guðrún Þóra 2, Pavla, Sigurbjörg.) Fiskuð víti: 2 (Pavla, Anna María) Utan vallar: 8 min. Dómarar: Eydun Samúelsen og Andreas F. Hansen, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira