Vakin af værum svefni vanans 12. nóvember 2010 07:00 Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trúfélaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hugmyndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leikskólann. Skólinn er ekki staður fyrir trúboð. Trúboð á heima í kirkju en ekki í grunnskólum eða leikskólum. Um þetta er reyndar enginn ágreiningur og mörkin hafa verið að skerpast undanfarin ár að frumkvæði þjóðkirkjunnar. Ég skil þessa hópa því að mörgu leyti og mér finnst sitthvað gott í tillögum mannréttindaráðs en að sama skapi þykir mér sumt í tillögum þeirra bera vitni um þótta í garð kristni og þá sérstaklega þjóðkirkjunnar. En hvernig ætli hægt sé að vinna þetta svo að réttur barna sé tryggður og að foreldrar séu sáttir? Hagsmunir barnanna hljóta alltaf að vera í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt augnablik um að skólar, leikskólar, öll trúar- og lífsskoðunarfélög, íþróttafélög, skátar, tónlistarskólar og öll þau er vinna með börn vilji hag barna sem bestan. Margt kirkjunnar fólk hefur brugðist ókvæða við þessum tillögum mannréttindaráðs sem hér um ræðir enda upplifa mörg okkar tóninn í tillögunum sem yfirlætislegan. Reyndar veit ég ekki til þess að prestar séu hangandi á snerlinum í grunnskólum landsins og vilji komast inn til þess að berja börnin í höfuðið með Nýja testamentinu. Ég kannast heldur ekki við að það sé raunin í leikskólunum. Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnendur og foreldra með það að markmiði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn. En raunin er sú að Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem kom að tillögugerðinni. En hver veit nema það sem margir Íslendingar upplifa sem árás lítils hóps á kirkju og kristni sé það besta sem hefur komið fyrir kristni á Íslandi? Nú er fólk allt í einu farið að tala um trú á annarri hverri kaffistofu og í fjölskylduboðum og skrifa í blöðin og blogga um trúmál og kirkju. Það getur ekki verið annað en gott. Kannski þurftum við, kristið fólk á Íslandi, að láta vekja okkur af værum svefni vanans. Ég vona, trúi og bið þess að við þurfum ekki að óttast hugmyndir þessa hóps heldur verði þær einmitt til þess að styrkja trúfrelsi á Íslandi. Trúfrelsi er frelsi til trúar og trúleysis. Vonandi sprettur af þessu samtal sem kennir okkur að umgangast hvert annað af meiri virðingu hvaða lífsskoðun eða trú við höfum. Tölum saman af yfirvegun og með velferð barnanna okkar í huga. Samræða þeirra hópa er málið varða er lykillinn að farsælli lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trúfélaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hugmyndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leikskólann. Skólinn er ekki staður fyrir trúboð. Trúboð á heima í kirkju en ekki í grunnskólum eða leikskólum. Um þetta er reyndar enginn ágreiningur og mörkin hafa verið að skerpast undanfarin ár að frumkvæði þjóðkirkjunnar. Ég skil þessa hópa því að mörgu leyti og mér finnst sitthvað gott í tillögum mannréttindaráðs en að sama skapi þykir mér sumt í tillögum þeirra bera vitni um þótta í garð kristni og þá sérstaklega þjóðkirkjunnar. En hvernig ætli hægt sé að vinna þetta svo að réttur barna sé tryggður og að foreldrar séu sáttir? Hagsmunir barnanna hljóta alltaf að vera í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt augnablik um að skólar, leikskólar, öll trúar- og lífsskoðunarfélög, íþróttafélög, skátar, tónlistarskólar og öll þau er vinna með börn vilji hag barna sem bestan. Margt kirkjunnar fólk hefur brugðist ókvæða við þessum tillögum mannréttindaráðs sem hér um ræðir enda upplifa mörg okkar tóninn í tillögunum sem yfirlætislegan. Reyndar veit ég ekki til þess að prestar séu hangandi á snerlinum í grunnskólum landsins og vilji komast inn til þess að berja börnin í höfuðið með Nýja testamentinu. Ég kannast heldur ekki við að það sé raunin í leikskólunum. Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnendur og foreldra með það að markmiði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn. En raunin er sú að Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem kom að tillögugerðinni. En hver veit nema það sem margir Íslendingar upplifa sem árás lítils hóps á kirkju og kristni sé það besta sem hefur komið fyrir kristni á Íslandi? Nú er fólk allt í einu farið að tala um trú á annarri hverri kaffistofu og í fjölskylduboðum og skrifa í blöðin og blogga um trúmál og kirkju. Það getur ekki verið annað en gott. Kannski þurftum við, kristið fólk á Íslandi, að láta vekja okkur af værum svefni vanans. Ég vona, trúi og bið þess að við þurfum ekki að óttast hugmyndir þessa hóps heldur verði þær einmitt til þess að styrkja trúfrelsi á Íslandi. Trúfrelsi er frelsi til trúar og trúleysis. Vonandi sprettur af þessu samtal sem kennir okkur að umgangast hvert annað af meiri virðingu hvaða lífsskoðun eða trú við höfum. Tölum saman af yfirvegun og með velferð barnanna okkar í huga. Samræða þeirra hópa er málið varða er lykillinn að farsælli lausn.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar