Þorgerður Anna aftur í Stjörnuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2010 08:00 Þorgerður Anna í leik með Stjörnunni. Mynd/Anton Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Stjörnuna og hefur hún skrifað undir eins árs samning við félagið. Þorgerður er átján ára og lék áður með Stjörnunni. Hún hélt til Danmerkur í sumar þar sem hún var á mála hjá FIF. Félagið lenti hins vegar í fjárhagserfiðleikum og ákvað hún að snúa aftur til Íslands. Valið hjá henni stóð á milli Stjörnunnar og Vals og segir hún að ákvörðunin hafi verið erfið. „Ég kom heim á sunnudaginn og hitti svo bæði lið á mánudaginn. En ég þurfti að taka ákvörðun fljótt enda er ég þegar búin að missa af einum leik á tímabilinu," sagði Þorgerður. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en ætli hjartað hafi ekki ráðið þarna för. Ég þekki líka allt hjá Stjörnunni og allar stelpurnar sem spila þar. Ég veit út í hvað ég er að fara og á von á því að veturinn verði spennandi." Valur er núverandi Íslandsmeistari og Þorgerður segir að vissulega hafi það verið freistandi að fara á Hlíðarenda. „Valur er sjálfsagt með sterkasta liðið í deildinni og mér leist mjög vel á allt þar. Það kitlaði að fara til Vals og þetta var erfið ákvörðun. Ég hugsaði þetta fram og til baka á meðan ég var úti og svaf lítið á næturnar." „Það eru kostir og gallar við bæði lið og það er sama hvaða ákvörðun ég hefði tekið - báðar hefðu verið réttar. En ég er sátt við það sem ég valdi." Hún segir þó að stefnan sé að komast aftur út í atvinnumennskuna. „Ég lít á þennan vetur sem tækifæri til að koma mér enn betur í gang. Ég mun spila hér þar til eitthvað annað kemur í ljós, hvenær sem það verður." Hún stefnir einnig að því að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku í desember. „Að sjálsögðu stefni ég að því. Ég verð að einbeita mér að því að æfa eins vel og hægt er. Ég hef verið inn og út úr landsliðinu - aðallega út - enda á Ísland fullt af góðum skyttum. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona það besta." Olís-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Þorgerður Anna Atladóttir hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Stjörnuna og hefur hún skrifað undir eins árs samning við félagið. Þorgerður er átján ára og lék áður með Stjörnunni. Hún hélt til Danmerkur í sumar þar sem hún var á mála hjá FIF. Félagið lenti hins vegar í fjárhagserfiðleikum og ákvað hún að snúa aftur til Íslands. Valið hjá henni stóð á milli Stjörnunnar og Vals og segir hún að ákvörðunin hafi verið erfið. „Ég kom heim á sunnudaginn og hitti svo bæði lið á mánudaginn. En ég þurfti að taka ákvörðun fljótt enda er ég þegar búin að missa af einum leik á tímabilinu," sagði Þorgerður. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en ætli hjartað hafi ekki ráðið þarna för. Ég þekki líka allt hjá Stjörnunni og allar stelpurnar sem spila þar. Ég veit út í hvað ég er að fara og á von á því að veturinn verði spennandi." Valur er núverandi Íslandsmeistari og Þorgerður segir að vissulega hafi það verið freistandi að fara á Hlíðarenda. „Valur er sjálfsagt með sterkasta liðið í deildinni og mér leist mjög vel á allt þar. Það kitlaði að fara til Vals og þetta var erfið ákvörðun. Ég hugsaði þetta fram og til baka á meðan ég var úti og svaf lítið á næturnar." „Það eru kostir og gallar við bæði lið og það er sama hvaða ákvörðun ég hefði tekið - báðar hefðu verið réttar. En ég er sátt við það sem ég valdi." Hún segir þó að stefnan sé að komast aftur út í atvinnumennskuna. „Ég lít á þennan vetur sem tækifæri til að koma mér enn betur í gang. Ég mun spila hér þar til eitthvað annað kemur í ljós, hvenær sem það verður." Hún stefnir einnig að því að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku í desember. „Að sjálsögðu stefni ég að því. Ég verð að einbeita mér að því að æfa eins vel og hægt er. Ég hef verið inn og út úr landsliðinu - aðallega út - enda á Ísland fullt af góðum skyttum. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og vona það besta."
Olís-deild kvenna Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira