Íslenski boltinn

Harpa: Þetta var algjörlega geðveikt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Harpa fagnar marki sínu í gær.
Harpa fagnar marki sínu í gær. Fréttablaðið/Anton

Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki leynt ánægju sinni eftir jafntefli Blika og franska liðsins Juvisy í Meistaradeild Evrópu í gær. Með stiginu komst liðið áfram í 32-liða úrslit keppninnar.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Breiðabliks sem jafnaði svo í 2-2 með sjálfsmarki. Berglind Þorvaldsdóttir jafnaði svo undir lok leiksins.

„Leikurinn var eins og við bjuggumst við, miklu erfðari en hinir tveir. Við bárum kannski aðeins of mikla virðingu fyrir þeim og þær voru lengst af með yfirhöndina," sagði Harpa eftir leikinn.

„En við gáfumst aldrei upp og það hefði verið auðvelt að detta niður eftir að þær komust tvisvar yfir. En þetta var frábært og við hefðum jafnvel getað stolið sigrinum í lokin. Við erum líka ánægðar og þakklátar fyrir stuðninginn, síðan ég kom í Breiðablik held ég að ég hafi aldrei séð jafn marga á kvennaleik. Þetta var algjörlega geðveikt," sagði Harpa.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×