Umfjöllun: Valsstúlkur með nauman sigur gegn Fram Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. apríl 2010 18:02 Úr leiknum í dag. Mynd/Daníel Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram, 20-19, í fyrsta slag Reykjavíkurliðanna í úrslitaviðureign N1-deild kvenna í handbolta. Leikurinn fór fram í Vodafone-höllinni og náðu Valsstúlkur að klára leikinn undir lokin en þær voru ávalt skrefinu á undan Fram í leiknum. Eins og við mátti búast var hart slegist frá fyrstu mínútu í Vodafone-höllinni í dag. Liðin virkuðu bæði einbeitt og stelpurnar klárar í slagsmálin um bikarinn eftirsótta. Fram-liðið missti aðeins taktinn eftir góða byrjun og heimastúlkur tóku yfirhöndina. Bæði lið spiluðu góða vörn og markverðir beggja liða stóðu vaktina vel. Íris Björk Símonardóttir varði í nokkur skipti með tilþrifum í markinu hjá Fram. Ansi lítið var skorað í fyrriháfleik og voru markverðirnir í sviðljósinu. Þær Íris Björk Símonardóttir og Berglind Íris Hansdóttir markverðir liðanna báðar með 10 skot varin. Valsstúlkur leiddu í hálfleik, 9-7. Karen Knútsdóttir hrökk í gang eftir hálfleiksræðu Einars Jónssonar. Framsstúlkur skoruðu þrjú fyrstu mörkin og skoraði Karen þar af tvö af þeim en það voru fyrstu mörkin hennar í leiknum. Valsstúlkur svöruðu strax með góðum sóknarleik og tóku aftur forystuna í leiknum. Leikurinn var mjög jafn og fylgdust liðin að mest allan síðari hálfleik. Mikið stress byrjaði að hafa áhrif á bæði lið fljótlega í seinni hálfleiknum og mikið af klaufalegum atvikum hjá báðum liðum litu dagsins ljós. Lokamínútur leiksins voru mjög spennandi. Valsstúlkur voru einu marki yfir þegar að mínúta var eftir á klukkunni en Fram-liðið með boltann. Frábær vörn hjá heimastúlkum gerði það að verkum að gestirnir fundu ekki leiðina að markinu til að jafna og þar sem sigurinn í höfn. Lokatölur sem fyrr segir 20-19 Val í vil og þær leiða nú rimmuna 1-0 yfir eftir leikinn í dag. Varnarleikur Vals var lykilinn að sigri þeirra í leiknum sem og góð markvarsla Berglindar Hansdóttur sem að varði fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Vals var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk. Gestirnir í Fram áttu slakan dag sóknarlega en stóðu vörnin vel mest allan leikinn. Íris Björk Símonardóttir átti flottan dag í markinu líkt og Berglind en hún varði einnig fimmtán skot í leiknum. Markahæst í liði Fram var Pavla Nevarilova með fimm mörk. Valur-Fram 20-19 (9-7) Mörk Vals (skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5/2 (9/2), Ágústa Edda Björnsdóttir 4 (6), Arndís María Einarsdóttir 2 (2), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (5), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7/1), Katrín Andrésdóttir 1 (3), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4). Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 15/1Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka, Hildigunnur, Arndís)Fiskuð víti: 3 (Anna 2, Hildigunnur)Utan vallar: 4 mín. Mörk Fram (skot): Pavla Nevarilova 5 (5), Karen Knútsdóttir 4/1 (13/1), Marthe Sördal 3 (3), Stella Sigurðardóttir 3 (9), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (5/1), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1Hraðaupphlaup: 5 (Pavla 2, Karen, Stella, Marthe)Fiskuð víti: 2 (Karen, Stella)Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Arnar Sigurjónssomn og Svavar Ólafur Pétursson, áttu fínan dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira