Erlendar fjárfestingar og Evrópa Össur Skarphéðinsson skrifar 27. október 2010 06:00 Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar