Svavar Gestsson: Eins og Kristján og Vigdís Svavar Gestsson skrifar 23. apríl 2010 13:17 Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ef forseti Íslands á að vera til sem embætti þá þarf að vera sátt um embættið sem sameiningartákn. Forseti Íslands þarf að haga orðum sínum með hliðsjón af þessu mikilvæga hlutverki. Hann gætir þess að erlendir sendimenn skilji orð hans ekki svo að Rússland eigi að fá Keflavíkurflugvöll. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að hann telji að Íslendingar séu gáfaðri og hæfari en allir aðrir sem fjármálamenn. Það gæti eins og kunnugt er misskilist. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að heimurinn telji að Kötlugos sé yfirvofandi og að landið sé þess vegna að lokast. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki svo að ritstjóri víðlesnasta blaðs landsins telji hann stökkva á næsta hljóðnema einkum ef hann er merktur erlendri fréttastofu. Hann gætir þess að haga orðum sínum ekki þannig að hann sé skilinn svo að hann hafni rannsóknarnefndarskýrslunni. Hann gætir sín að haga orðum sínum ekki þannig að Kaupþing muni ekki gera upp Edge-reikningana í Þýskalandi. Nú kann Ólafur Ragnar vafalaust svör við þessu öllu:að hann hafi aldrei sagt að Rússar eigi að fá Keflavíkurflugvöll.að hann hafi aldrei sagt að Íslendingar væru betri fjármálamenn en aðrir.að hann hafi aldrei sagt að það væri alveg að koma Kötlugos.að hann hafi aldrei sagt að Kaupþing myndi ekki gera upp Edge-reikningana.að hann stökkvi aldrei á næsta hljóðnema merktan alþjóðlegri fréttastofuað það sé misskilningur að hann hafi gagnrýnt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En það breytir ekki því að forsetaembættið hefur breyst; margir myndu telja það hafa skaðast. Einhverjir eru sjálfsagt ánægðir. Í framhaldi af umræðum um skýrslu rannsóknarnefndarinnar hefur verið bent á nauðsyn þess að endurskoða rammann um forsetaembættið: Það eigi að setja siðareglur um embættið, að það eigi að setja lög um embættið og að það eigi að endurskoða stjórnarskrárákvæðin um embættið. Það hefur jafnvel heyrst oftar en áður að embættið eigi að leggja niður; það sé þarflaust tildurembætti. Þá benda aðrir á að það þurfi að vera hægt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur. En það er mál sem Alþingi á að ákveða og það á þá að breyta stjórnarskránni þannig að minnihluti Alþingis - stór minnihluti - geti kallað fram þjóðaratkvæði. Allt þetta og fleira kemur upp í hugann þessa dagana. Aðalatriðið að þjóðin vill að forsetaembættið sé sameiningartákn. Eins og í tíð Kristjáns og Vigdísar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar