Handbolti

Hlíðarendi er ekki slæmur útivöllur fyrir okkur

Atli Hilmarsson og dóttir hans Þorgerður Anna mæta í Vodafonehöllina í kvöld
Atli Hilmarsson og dóttir hans Þorgerður Anna mæta í Vodafonehöllina í kvöld
"Við erum í góðri stöðu en erum að búa okkur undir erfiðan leik gegn sterku liði. Fyrsti leikurinn var hörkuleikur og ég á ekki von á öðru í kvöld," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar fyrir leikinn gegn Val í úrslitakeppni N1 deildar kvenna í kvöld.

Stjarnan vann fyrsta leikinn 24-21 á heimavelli og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á Hlíðarenda í kvöld.

"Það væri mjög gott að ná að klára í kvöld og við stefnum auðvitað á að tryggja okkur sæti í úrslitum í kvöld. Við höfum spilað þrjá leiki í Vodafonehöllinni í vetur og unnum tvo þeirra, þannig að þetta er ekki svo slæmur útivöllur fyrir okkur," sagði Atli í samtali við Vísi.

En hvað þarf Stjörnuliðið að gera í kvöld til að komast í úrslitin? "Við þurfum að halda þeim niðri eins og hægt er. Við héldum þeim í 21 marki síðast og ef við náum að gera það aftur, held ég að við vinnum. Þetta er spurning um vörn og markvörslu. Þær eru mjög sterkar í hraðaupphlaupum og því megum við ekki gera mörg mistök í sókninni," sagði Atli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×