Veiðiþjófar stálu frá barni við Hítarvatn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2009 00:01 Nökkvi Stefánsson hreykinn fimm ára snáði með silung sem hann veiddi sjálfur í Hítarvatni. Veiðiþjófar stálu af honum fiskinum. Mynd/Stefán Árnason „Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir." Stangveiði Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir."
Stangveiði Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira