Veiðiþjófar stálu frá barni við Hítarvatn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2009 00:01 Nökkvi Stefánsson hreykinn fimm ára snáði með silung sem hann veiddi sjálfur í Hítarvatni. Veiðiþjófar stálu af honum fiskinum. Mynd/Stefán Árnason „Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir." Stangveiði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fólk skuli leggjast svo lágt að stela aflanum frá öðrum," segir Stefán Árnason sem um síðustu helgi var ásamt fimm ára syni sinum við silungsveiðar í Hítarvatni. Stefán og sonur hans, auk vinar Stefáns, dvöldu í tjaldi við Hítarvatn á Mýrum og veiddu rúmlega þrjátíu silunga yfir helgina. „Við veiddum meira en flestir og geymdum aflann í sterkum silungapokum út í læk," segir Stefán sem á sunnudagsmorguninn sendi Nökkvi litla son sinn að ná í aflann á meðan hann sjálfur var að ganga frá viðleguútbúnaðinum. „Ég sé að hann var búinn að ná pokunum upp úr og var eitthvað að bisa við þá og að skima í kringum sig, greinilega að leita að einhverju. Ég fór til hans eftir nokkra stund og sá þá að pokarnir voru tómir og allir fiskarnir nema minnsti titturinn horfnir," lýsir Stefán sem kveður það öruggt að þar hafi veiðiþjófar verið að verki því að pokarnir hafi verið skornir upp með hnífi. „Í pokanum var fyrsti fiskurinn sem hann Nökkvi veiddi alveg sjálfur, einn og óstuddur. Hann varð auðvitað hálfsúr en tók þessu samt eins og karlmaður og skipaði pabba sínum að finna þjófana," segir Stefán sem gerði nokkra leit að hugsanlegum þjófum og lét líka bóndann í Hítardal vita af því sem gerst hafði. „Hann var alveg gáttaður og sagðist aldrei hafa heyrt þvílíkt áður og lét lögregluna vita." Að sögn Stefáns var aðallega fjölskyldufólk við Hítarvatn um síðustu helgi. Hann hafi gengið milli manna og spurst fyrir um mannaferðir en enginn kannast við neitt óvenjulegt umrædda nótt og ekkert spurðist til þjófanna. „Þarna voru reyndar strákar sem voru svo fullir alla helgina að þeir gátu varla gengið. Einn fannst meira að segja áfengisdauður við vatnsbakkann þar hann svaf úr sér mest allan laugardaginn. Þessir piltar rifu upp tjaldið og voru horfnir eldsnemma á sunnudagsmorguninn." Þrátt fyrir þessa uppákomu segir Stefán son sinn síður en svo orðinn frábitinn veiðiskapnum. „Nei, alls ekki. Nökkvi er rétt að byrja og við erum ekki hættir."
Stangveiði Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira