Rakel Dögg: Þetta eru mikilvægir leikir 18. maí 2009 16:13 Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Kolding, er bjartsýn fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins sem í kvöld spilar fyrsta æfingaleik sinn af þremur á jafnmörgum dögum gegn Svisslendingum. Fyrsti leikur liðanna er í Framhúsinu í kvöld klukkan 19:30, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir forkeppni EM næsta haust. Íslenska liðið spilar líka tvo æfingaleiki gegn Portúgal ytra um mánaðamótin. "Þetta eru mikilvægir leikir af því þetta er auðvitað lokaundirbúningur fyrir forkeppnina í október, þannig að þetta er kannski síðasti séns til að púsla okkur saman og fínpússa liðið fyrir það verkefni," sagði Rakel, sem er ánægð með gang mála hjá landsliðinu. "Ég er rosalega ánægð með ástandið á liðinu núna. Það er góð blanda hér af ungum og eldri og reyndari leikmönnum í hópnum og mér finnst þetta allt vera að koma hjá okkur. Það hefur gengið vel á æfingum og ég er bjartsýn á framhaldið." En hvernig metur Rakel möguleika íslenska liðsins í forkeppninni í október? "Við vorum að mínu mati nokkuð heppnar með dráttinn í riðlana. Frakkar og Austurríki eru sterkari þjóðir en við, en þessi lið hafa verið frekar á niðurleið en uppleið síðustu ár. Svo erum við með Finnland og Bretland sem við eigum að klára. Ég held að við eigum alveg möguleika á móti Frökkum og Austurríkismönnum, sérstaklega á heimavelli," sagði Rakel. Leikir landsliðsins gegn Sviss verða sem hér segir. Mánudagur 18. maí kl. 19.30 Framhús Reykjavík Þriðjudagur 19. maí kl. 19.30 Íþróttahúsið á Selfossi Miðvikudagur 20.maí kl. 18.00 Íþróttahúsið Austurberg Olís-deild kvenna Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Kolding, er bjartsýn fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins sem í kvöld spilar fyrsta æfingaleik sinn af þremur á jafnmörgum dögum gegn Svisslendingum. Fyrsti leikur liðanna er í Framhúsinu í kvöld klukkan 19:30, en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir forkeppni EM næsta haust. Íslenska liðið spilar líka tvo æfingaleiki gegn Portúgal ytra um mánaðamótin. "Þetta eru mikilvægir leikir af því þetta er auðvitað lokaundirbúningur fyrir forkeppnina í október, þannig að þetta er kannski síðasti séns til að púsla okkur saman og fínpússa liðið fyrir það verkefni," sagði Rakel, sem er ánægð með gang mála hjá landsliðinu. "Ég er rosalega ánægð með ástandið á liðinu núna. Það er góð blanda hér af ungum og eldri og reyndari leikmönnum í hópnum og mér finnst þetta allt vera að koma hjá okkur. Það hefur gengið vel á æfingum og ég er bjartsýn á framhaldið." En hvernig metur Rakel möguleika íslenska liðsins í forkeppninni í október? "Við vorum að mínu mati nokkuð heppnar með dráttinn í riðlana. Frakkar og Austurríki eru sterkari þjóðir en við, en þessi lið hafa verið frekar á niðurleið en uppleið síðustu ár. Svo erum við með Finnland og Bretland sem við eigum að klára. Ég held að við eigum alveg möguleika á móti Frökkum og Austurríkismönnum, sérstaklega á heimavelli," sagði Rakel. Leikir landsliðsins gegn Sviss verða sem hér segir. Mánudagur 18. maí kl. 19.30 Framhús Reykjavík Þriðjudagur 19. maí kl. 19.30 Íþróttahúsið á Selfossi Miðvikudagur 20.maí kl. 18.00 Íþróttahúsið Austurberg
Olís-deild kvenna Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira