Vita hvað þarf til að landa titlum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. apríl 2009 22:07 Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira