Umfjöllun: Stjörnustúlkur unnu FH auðveldlega Elvar Geir Magnússon skrifar 29. september 2009 19:55 Elísabet Gunnarsdóttir var kampakát með öruggan sigur Stjörnunnar. Stjarnan vann öruggan sigur á FH 37-24 í Meistarakeppni kvenna í kvöld. Stjörnustúlkur unnu bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn á síðustu leiktíð en léku gegn FH í þessum leik þar sem Hafnarfjarðarliðið lenti í öðru sæti bikarsins. FH-stelpur stóðu í Stjörnustúlkum í fyrri helming fyrri hálfleiks en getumunurinn milli liðanna kom bersýnilega í ljós eftir það. Eftir að staðan var jöfn 9-9 náði Stjörnuliðið völdum á vellinum og var með níu marka forystu í hálfleik 21-12. Fyrir leikinn bjuggust flestir við að Stjarnan myndi vinna örugglega og það var raunin. Það var aldrei nokkur spurning í seinni hálfleiknum hvoru megin sigurinn myndi lenda heldur aðeins hversu stórt hann yrði. Alina Tamasan, sem hét áður Alina Petrache, var markahæst í Garðabæjarliðinu með 10 mörk en Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 8. Kristín Clausen komst einnig á blað hjá Stjörnustúlkum með tvö mörk en hún hafði gefið það út í sumar að hún hyggðist taka sér frí frá handknattleiksiðkun. Gleðiefni að henni snérist hugur. Stjörnuliðið lítur mjög vel út fyrir tímabilið í N1-deildinni þó mótspyrnan í kvöld hafi reyndar ekki verið gríðarleg. Þessi leikur markar upphaf tímabils en keppni í deildinni hefst eftir viku. Stjarnan-FH 37-24 (21-12) Mörk Stjörnunnar: Alina Tamasan 10 (5 víti), Elísabet Gunnarsdóttir 8, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 2, Kristín Clausen 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Fanney Ingvarsdóttir 1, Estger Viktoría Ragnarsdóttir.Varin skot: Florentina Stanciu 19.Mörk FH: Sigrún Gilsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (1 víti), Hafdís Guðjónsdóttir 1, Heiðrún Rún Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 5, Jolanta Slapikiene 4. Olís-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á FH 37-24 í Meistarakeppni kvenna í kvöld. Stjörnustúlkur unnu bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn á síðustu leiktíð en léku gegn FH í þessum leik þar sem Hafnarfjarðarliðið lenti í öðru sæti bikarsins. FH-stelpur stóðu í Stjörnustúlkum í fyrri helming fyrri hálfleiks en getumunurinn milli liðanna kom bersýnilega í ljós eftir það. Eftir að staðan var jöfn 9-9 náði Stjörnuliðið völdum á vellinum og var með níu marka forystu í hálfleik 21-12. Fyrir leikinn bjuggust flestir við að Stjarnan myndi vinna örugglega og það var raunin. Það var aldrei nokkur spurning í seinni hálfleiknum hvoru megin sigurinn myndi lenda heldur aðeins hversu stórt hann yrði. Alina Tamasan, sem hét áður Alina Petrache, var markahæst í Garðabæjarliðinu með 10 mörk en Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 8. Kristín Clausen komst einnig á blað hjá Stjörnustúlkum með tvö mörk en hún hafði gefið það út í sumar að hún hyggðist taka sér frí frá handknattleiksiðkun. Gleðiefni að henni snérist hugur. Stjörnuliðið lítur mjög vel út fyrir tímabilið í N1-deildinni þó mótspyrnan í kvöld hafi reyndar ekki verið gríðarleg. Þessi leikur markar upphaf tímabils en keppni í deildinni hefst eftir viku. Stjarnan-FH 37-24 (21-12) Mörk Stjörnunnar: Alina Tamasan 10 (5 víti), Elísabet Gunnarsdóttir 8, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 2, Kristín Clausen 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Fanney Ingvarsdóttir 1, Estger Viktoría Ragnarsdóttir.Varin skot: Florentina Stanciu 19.Mörk FH: Sigrún Gilsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (1 víti), Hafdís Guðjónsdóttir 1, Heiðrún Rún Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 5, Jolanta Slapikiene 4.
Olís-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira