Verðum við menntaðri eftir kreppuna? 20. nóvember 2009 06:00 Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar