Íslenskur ríkisborgari á flótta undan bandarískum yfirvöldum í 6 ár Andri Ólafsson skrifar 19. mars 2008 14:31 Róbert Tómasson er íslenskur ríkisborgari, fæddur í Jórdaníu. Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Róberti sem og lögreglan í Bakersfield í Kaliforníu en hún varar almenna borgara við að reyna að handsama Róbert þar sem hann er talinn vopnaður og hættulegur. Róbert, sem fæddur er 1. júní 1966 í Nablus í Jórdaníu, gerðist íslenskur ríkisborgari á tíunda áratugnum. Hann er með íslenska kennitölu en eftir að hafa dvalið á Íslandi um nokkurt skeið fluttist hann til Bandaríkjanna árið 1999. Róbert settist að í Bakersfield í Kaliforníu og fékk fljótlega starf sem framkvæmdastjóri Mitsubishi umboðsins í Bakersfield. Í lok árs 2001 var Róbert handtekinn og ákærður fyrir að hafa rænt hinum 33 ára gamla bílasala Rory Bernstein. Að sögn lögreglunnar í Bakersfield er Róberti gefið að sök að hafa farið með Bernstein á afskekktan akur og yfirheyrt hann um samkipti hans við kærustu sína. Róberti grunaði að Bernstein hefði farið á stefnumót með kærustu sinni, Shelly Rodgers, og vildi vita hvað hefði farið þeim á milli. Mikil afbrýðissemi er talin hafa ráðið för Róberts. Lögreglan segir að Róbert hafi í þessari yfirheyrslu lamið Bernstein með skammbyssu og hótað honum öllu illu. Eins og fyrr segir varða þessi brot allt að 20 ára fangelsisvist. Þegar kom að því að rétta í málinu greiddi Róbert tryggingagjald gegn því að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Eftir að hafa greitt tryggingarféð lét Róbert sig hins vegar hverfa og hefur ekki spurst til hann síðan. Eftir að hafa reynt að hafa hendur í hári Róberts Tómassonar í mörg ár hafa bandarísk yfirvöld nú fengið alþjóðalögregluna Interpol í lið með sér en á síðu hennar er nú lýst eftir Róberti. Engar upplýsingar hafa fengist um hvort Róbert sé hér á landi, eða hafa reynt að komast til Íslands. Hafi honum tekist það geta bandarísk yfirvöld lítið gert þar sem íslenskum stjórnvöldum er óheimilt að framselja íslenska ríkisborgara.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent