Innlent

Karl­maður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnar­firði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lýður

Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins.

Í tilkynningu frá lögreglunni í morgun kemur fram að einn maður hafi verið handtekinn í póstnúmeri 220, sem er í Hafnarfirði, fyrir meint kynferðisbrot og hann vistaður í fangageymslu.

„Ég get lítið sagt um þetta mál annað en að staðfesta að það sé mál til rannsóknar er varðar svona hlut,“ segir Kristján Ingi við Vísi.

Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum, enda sé rannsókn málsins á frumstigi. „Það er búið að taka nokkrar skýrslur í málinu,“ segir Kristján Ingi sem kveðst að öðru leiti litlar frekari upplýsingar geta veitt um málið að svo stöddu.

Í umfjöllun mbl.is um málið segir að meint brot hafi verið gegn stúlkubarni og Rúv segir um að ræða stúlku undir fjórtán ára aldri. Kristján Ingi vildi í samtali við Vísi ekkert staðfesta um aldur eða kyn meints brotaþola. Málið sé í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×