Einn leikur var á dagskrá í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan vann 28-22 sigur á HK í Digranesi.
Alina Petrache og Birgit Engl voru markahæstar í liði Stjörnunnar með 6 mörk hvor og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 4 mörk. Pavla Kuliková var lang atkvæðamest hjá HK og skoraði 7 mörk, en þær Elsa Ósk Viðarsdóttir, Arna Sif Pálsdóttir, Brynja Magnúsdóttir og Elva Björg Arnarsdóttir skoruðu 3 mörk hver.
Þetta var fyrsti leikurinn í 5. umferð deildarinnar og er Stjarnan á toppnum með fullt hús, 10 stig. Valur og Haukar hafa 6 stig í öðru sæti. HK er í 5. sæti deildarinnar með 4 stig líkt og FH.