Viðskipti innlent

Atorka eykur við sig í NWF

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, eins stærsta hluthafa breska dreifingarfyrirtækisins NWF Group.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, eins stærsta hluthafa breska dreifingarfyrirtækisins NWF Group.

Atorka Group hefur aukist við hlut sinn um rúmlega eitt prósent í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group og fer nú með 21,55 prósenta eignarhluta í félaginu.

Greiningardeild Kaupþings bendir á í Hálffimmfréttum sínum í dag, að hluturinn sé metinn á tæpa þrjá þrjá milljarða króna.

NWF byggir rekstur sinn á fóður- og eldsneytisdreifingu, aðfangadreifingu til stórmarkaða og rekstri garðyrkjuvöruverslana.

Atorka er stærsti hluthafinn í félaginu en gengi bréfa í því hefur hækkað um 22 prósent á árinu, að sögn greiningar Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×