Viðskipti innlent

Regluvarsla NordVest ófullnægjandi

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu í kjölfar úttektar, að umgjörð um regluvörslu NordVest Verðbréfa hf. hafi verið ófullnægjandi og hefur farið fram á úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna fresta.

Í úrskurði FME segir meðal annars að gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við það að tilnefning regluvarðar hafi ekki verið staðfest af stjórn og að ekki hafi verið haldin skrá um viðskipti starfsmanna.

Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við að ekki skuli vera til verklagsreglur hjá félaginu sem hafi verið staðfestar af stjórn og sendar FME til staðfestingar auk þess sem ekki var sérstaklega haldið utan um viðskipti starfsmanna og stjórnenda en þeir gerðu ekki kröfu um að leiðbeinandi tilmælum FME Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eignarhaldstíma hlutabréfa væri fylgt enda töldu þeir tilmælin ekki bindandi. Voru dæmi um að að starfsmenn seldu hlutabréf sama dag og þau voru keypt.

Þá voru gerðar athugasemdir um aðgreiningu starfssviða og að starfsmenn störfuðu samtímis á fleiri en einu starfssviði. Þannig hafi sami starfsmenn haft með höndum eigin viðskipti félagsins, miðlun verðbréfa fyrir viðskiptavini, umsjón með útboði verðbréfa, fyrirtækjaráðgjöf og regluvörslu. Þá hafði annar starfsmaður með höndum miðlun verðbréfa fyrir viðskiptavini, umsjón með útboði verðbréfa og fyrirtækjaráðgjöf. Fjármálaeftirlitið telur þetta fyrirkomulag skapa augljósa hættu á hagsmunaárekstrum milli élagsins og viðskiptavina

Sjá nánar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×