Í bann út tímabilið eftir hrottabrot - Með myndbandi 12. mars 2007 16:00 Hér sést þegar Hollweg liggur eftir högg Simon. MYND/Getty Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið. Hollweg vankaðist við höggið og hlaut skurð á kinnina sem þurfti að sauma saman. Hann náði þó að halda leik áfram en gat ekki beitt sér af fullum krafti. Bannið er það lengsta sem dæmt hefur verið í sögu NHL-deildarinnar. Enn eru 15 leikir eftir að hefðbundnu tímabili en fari svo að Islanders komist alla leið í úrslit deildarinnar þarf liðið að fara í gegnum allt að 28 leiki í úrslitakeppni. Simon fær ekki að taka þátt í neinum þessara leikja. Fari svo að Islanders komist ekki í úrslitakeppnina mun Simon vera í banni í upphafi næsta tímabilsins, því dómur aganefndarinnar kveður á um að bannið skuli vera að lágmarki 20 leikir. "NHL-deildin mun ekki líða slíka framkomu hjá nokkrum leikmanni. Afleiðingar gjörða hans eru þær að hann mun ekki spila einn einasta leik til viðbótar á þessari leiktíð, óháð því hversu margir leikir það verða," sagði Colin Campbell, framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar í dag. Simon baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn og kvaðst ánægður með að Hollweg hefði ekki slasast alvarlega. "Ég vil biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar," sagði Simon. Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hér. Erlendar Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Chris Simon, leikmaður NY Islanders í NHL-deildinni í íshokkí í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í leikbann sem gildir út leiktíðina fyrir viðurstyggilegt brot á Ryan Hollweg, leikmanni NY Rangers. Atvikið átti sér stað í leik liðanna á fimmtudag og sló Simon Hollweg með kylfunni, beint í andlitið. Hollweg vankaðist við höggið og hlaut skurð á kinnina sem þurfti að sauma saman. Hann náði þó að halda leik áfram en gat ekki beitt sér af fullum krafti. Bannið er það lengsta sem dæmt hefur verið í sögu NHL-deildarinnar. Enn eru 15 leikir eftir að hefðbundnu tímabili en fari svo að Islanders komist alla leið í úrslit deildarinnar þarf liðið að fara í gegnum allt að 28 leiki í úrslitakeppni. Simon fær ekki að taka þátt í neinum þessara leikja. Fari svo að Islanders komist ekki í úrslitakeppnina mun Simon vera í banni í upphafi næsta tímabilsins, því dómur aganefndarinnar kveður á um að bannið skuli vera að lágmarki 20 leikir. "NHL-deildin mun ekki líða slíka framkomu hjá nokkrum leikmanni. Afleiðingar gjörða hans eru þær að hann mun ekki spila einn einasta leik til viðbótar á þessari leiktíð, óháð því hversu margir leikir það verða," sagði Colin Campbell, framkvæmdastjóri NHL-deildarinnar í dag. Simon baðst afsökunar á framferði sínu eftir leikinn og kvaðst ánægður með að Hollweg hefði ekki slasast alvarlega. "Ég vil biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Ég skammast mín fyrir gjörðir mínar," sagði Simon. Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hér.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira