Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls 3. febrúar 2007 18:47 Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma. Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma.
Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira