Federer segir Nadal að breyta um stíl 14. janúar 2007 17:04 Rafael Nadal og Roger Federer er ágætlega til vina, enda hafa þeir oft mæst á tennisvellinum í gegnum tíðina auk þess sem þeir eru báðir á stórum auglýsingasamning við Nike-íþróttavörufyrirtækið. MYND/AFP Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig. Erlendar Íþróttir Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid „Þeir eru með hraða tætara“ „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti