Viðskipti innlent

Arvato AG semur við OpenHand

Arvato ag velur lausn frá openhand Davíð Guðmundsson, markaðsstjóri OpenHand, við hlið Þuríðar Hjartardóttur, framkvæmdastjóra OpenHand.
Arvato ag velur lausn frá openhand Davíð Guðmundsson, markaðsstjóri OpenHand, við hlið Þuríðar Hjartardóttur, framkvæmdastjóra OpenHand.

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hefur gengið til samninga við alþjóðlega samskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Arvato AG. OpenHand útvegar Arvato AG lausn fyrir nýja þjónustu sem er væntanleg á markað í Þýskalandi, en hún samtvinnar nokkrar samskiptalausnir í eina áskriftarleið. Þannig verði til dæmis hægt að nota tölvupóstsþjónustu, skilaboðaþjónustu, eins og MSN, og tala um internetið.



OpenHand mun útvega þá lausn er veitir viðskiptavinum aðgengi að tölvupósti, dagatali og tengiliðalista en þjónustan byggir meðal annars á GPRS gagnaflutningum.



„Fyrir okkur er þetta mikið tækifæri fjárhagslega. Viðskiptavinahópur Arvato telur hundruð þúsunda. Miðað við okkar rekstrarmódel þarf ekki mikinn fjölda notenda í Þýskalandi til að verkefnið skili góðum arði," segir Davíð Guðmundsson, markaðsstjóri OpenHand, í fréttatilkynningu. Hann telur að samningurinn opni á ýmsar leiðir í Þýskalandi og geri fyrirtækinu mögulegt að bjóða lausnina á fleiri stöðum en áður. Þá geti fyrirtækið boðið breiðum hópi núverandi viðskiptavina þessa nýju lausn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×