Slagurinn merki um þroska markaðar 27. júní 2007 04:15 Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins. Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það hefur verið spennandi að fylgjast með yfirtökuferli Actavis að undanförnu. Hér er í raun á ferð fyrsta yfirtaka félags sem lýtur venjulegum yfirtökulögmálum sem þekkist á stærri mörkuðum. Oft var þörf fyrir slíkt, en í jafn stóru félagi var skýr nauðsyn nú að yfirtökuslagur væri raunverulegur. Smærri hluthafar í Actavis virðast nefnilega raunverulega hafa tekið á móti í ferlinu. Slíkt er afar jákvætt fyrir markaðinn. Besta vörn allra minnstu hluthafa á markaði er virkir fjárfestar sem hafa afl til að veita stærstu fjárfestunum aðhald. Þeir eru besta trygging smæstu hluthafa fyrir hagsmunum sínum í yfirtökuferli, líkt og stærstu hluthafar eru ákveðin hagsmunatrygging smæstu hluthafa meðan fyrirtæki eru í sókn. Actavis er reyndar ljómandi dæmi um hið síðarnefnda. Sterk kjölfesta í félaginu sem staðið hefur við bakið á frábæru stjórnendateymi hefur skilað hluthöfum félagsins gríðarlegri ávöxtun undanfarin ár. Með í för hafa verið smærri hluthafar sem hafa haft óbilandi trú á vegferðinni. Fyrir þá getur verið erfitt að skipta um gír og líta sölu hluta jákvæðum augum. Björgólfur Thor Björgólfsson talar skýrt. Hann er tilbúinn að takast á við þá hluthafa sem ekki vilja út nú með fullum þunga. Við þessu er auðvitað ekkert að segja. Viðskipti snúast um hagsmuni og hagsmunir eins fara ekki endilega saman með hagsmunum annarra. Það er því eðlilegt að menn takist á og stundum býsna fast. Það er líka fullkomlega eðlilegt að stór hluthafi eins og Björgólfur Thor mæti harðri mótspyrnu í viðleitni sinni til að taka félagið yfir. Engin ástæða er fyrir þá sem utan standa að taka afstöðu í þeim slag. Það er hins vegar gott fyrir markaðinn að sjá að mótstaðan virðist raunveruleg, en ekki uppstillt eftir fyrirfram skrifuðu handriti. Það er enn eitt framfarasporið sem íslenski markaðurinn sýnir. Það gleymist oft að íslenski markaðurinn er ungur og hefur vaxið afar hratt. Þroski hans er talsvert umfram það sem við mætti búast miðað við stutta sögu. Það er meðal annars að þakka tengingu bæði Kauphallarinnar og ekki síður íslenskra kaupsýslumanna við erlenda markaði. Slagurinn um Actavis er enn eitt merki þess að við getum vel við unað með þróun íslenska markaðarins.
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira